tisa: september 2006

föstudagur, september 29, 2006

Myrkur, eyrnaníðingur, konfekt, bókaflótti, leikhúsflótti

Þetta hefur drifið á daga Tinnu.

Myrkur?

Ég fór ásamt hálfri borginni upp á Vatnsenda að horfa á myrkrunina. En það kom ekkert myrkur. Það komu samt flugeldar. Þannig þetta var ágætt, nema þegar ég þurfti að labba upp bröttustu brekku Breiðholtsins. Samt eru allir að segja að heimurinn stefni niður á við. Mér finnst ennþá of mikið upp á við hérna.

Eyrnaníðingur

Annars gerði ég eitt hérna um daginn.

Ég tók strætó í skólann. Það var vegna þess að ég átti ekki efni á bensíni. Ég sá samt frekar eftir því að hafa tekið strætó. Bílstjórinn spilaði háværa tónlist, einhver kona að sem var að syngja piece of my heart og svo söng hún ú og je og baby á milli. Það byrjaði að blæða úr eyrunum mínum og ég bölvaði bílstjóranum fyrir þessar eyrnameiðingar, ég bölvaði því líka að hafði ekki hlaðið iPoddinn minn. Ég bölvaði samt ekki upphátt því það hefði litið frekar asnalega út.

Konfekt

Jón gamli á Hrafnistu er staðráðin í því að kaupa konfektkassa handa mér. Það er vegna þess að ég gaf honum melónu og hann varð svo glaður. Ég vildi bara segja þetta því að seinast þegar ég skrifaði um vinnuna mína var ég að segja hvað ég hataði hana. Og þar á undan sagðist ég hafa grætt gamla konu í hjólastól. En ég er ekki bara ill og bitur í vinnunni. Stundum gef ég fólki melónu.

Bókaflótti

Ég átti að lesa bók í ensku. Ég byrjaði á henni og hún er um strák sem er pirraður á öllu og er á móti öllu. Hann hata líka alla. Mér fanst þetta mjög ógnvekjandi. Þetta er eins og ef ég mundi skrifa bók. Alveg eins. Ekkert nema pirr og leiðindi. Elveg eins og ég. Þetta fannst mér allt of spúkí þannig ég hætti strax að lesa. Fékk samt sjö í prófinu úr henni.

Leikhúsflótti

Ég fór í leikhús einhverntíman um daginn. Leikritið rímaði og það var svona væl sem spilaði undir allan tímann. Ég og Freyja ákváðum að laumast út í hléinu. Frekar asnalegt að gera það í leikhúsi, ég veit, en ég borgaði ekki miðann og þá sá okkur held ég enginn.

Ætla Í Sims, búin að kaupa þrjá aukapakka. Gerið endilega grín að mér. Ég er orðin ónæm fyrir því.

Tinna – Leti er lífstíll

tisa at 15:12

3 comments

sunnudagur, september 10, 2006

Númer 1 á dauðalista Tinnu

Ég hélt ég myndi aldrei segja þetta um elsku Hrafnistu. En ég hata vinnuna mína út á lífið. Líf mitt snýst um hata og fórnarlambið þessa stundina er Hrafnista.
Ég elska samt krúttlega gamla fólkið sem er alltaf að reyna að brjóta mig niður. Reyndar er allra krúttlegasta fólkið dáið. Þeir vondu lifa lengst. Sem eru góðar fréttir fyrir mig.

Það ætti líka að gleðja ykkur að heyra að enn ein bílslysalaus vika er liðin hjá Corsunni minni kæru.
Hún er reyndar að haga sér undarlega núna. Hún má ekki keyra hægt. Ef hún keyrir hægt fer hitamælirinn á rauða dæmið og það heyrist svona -égeraðfaraaðspringa- hljóð úr henni.

Ég lenti einmitt í því um daginn á Miklubrautinni klukkan fimm. Þá eru allir Íslendingar að keyra Miklubrautina á sama tíma. Ég þurfti þess vegna að keyra ansi hægt.
Hitamælirinn fór á rauða dæmið og -égeraðfaraaðspringa- hljóðið kom. Ég drap á bílnum á afrein á miðri Mikubrautinni og sat þar ásamt Esther í hálftíma. Gaman sko.

Ég hef samt verið að íhuga hvað ég á að nefna bílinn minn. Verður hann ekki að heita eitthvað?
Ég er komin með nokkra valmöguleika.

a) RedMobile (komið frá Möggu)
b) Corsalettan
c) The Seal Mobile (man ekki hvaðan það kom, en áfengi kom örugglega við sögu)
d) Tiny Tin
e) Tóbías

Nú eru busaböllin öll að detta inn. Ég fór að sjálfsögðu á Kvennóballið, fyrsta framhaldskólaball sem ég fer á á lausu. Held ég hafi sjaldan skemmt mér betur.
MR ballið var daginn eftir. Glowsticks og techno, need I say more. Held að ég hafi aldrei séð Esther jafn pirraða og það kvöld.

Ég held að ég fari ekki á fleyri busaböll. Ég er með blöðrur á tánum.

Ég fór í blóðrannsókn um daginn. Bara svona að athuga hvort ég blóðlítil eða járnlítil eða eitthvað. Ég meina það hlýtur að vera einhver alvöru ástæða fyrir því að ég er stanslaust þreytt og hreyfi mig aldrei.

Rangt. Það er ekkert að blóðinu mínu. Þetta var endanleg staðfesting á því að ég er og mun alltaf vera bara löt.


Tinna - Leti er lífstíll


tisa at 20:28

5 comments